1984.is hrundi

1984.is hrundi

Vefþjónustuaðilinn www.1984.is lenti aldeilis í hremmingum en svo virðist sem flestir vefþjónar hafi hrunið á undarlegan hátt. Margir viðskiptavinir komust ekki á vefi sína né tölvupóst en unnið er að viðgerð á vefnum. 

"Þessi bil­un var svo óvenju­leg og rosa­leg ein­hvern­veg­inn að við sát­um á fundi með helstu sér­fræðing­um lands­ins í þess­um mál­um og horfðum á vél­arn­ar okk­ar deyja. All­ir bara standa á gati og vita ekk­ert hvað gerðist. Mönn­um ber sam­an um að þeir hafi aldrei séð svona lagað áður,“ sagði Mörður Ing­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1984, við mbl.is. 

Þess má geta að 1984.is er með stærri þjónustufyrirtækjum á sviði vefmála á Íslandi og því ansi mikill skellur fyrir marga. Fyrirtækið vinnur nú að því hörðum höndum að koma þjónustunni í samt lag en það er alls ekki öruggt að það takist í öllum tilvikum.

Kassinn.net er nýr vefur sem fjallar um tækni og lífstíl

Kassinn.net er nýr vefur sem fjallar um tækni og lífstíl

Biðlistinn fyrir iPhone X styttist - samt 2-3 vikur :(

Biðlistinn fyrir iPhone X styttist - samt 2-3 vikur :(