Biðlistinn fyrir iPhone X styttist - samt 2-3 vikur :(

Biðlistinn fyrir iPhone X styttist - samt 2-3 vikur :(

Það er ennþá sæmilega löng bið eftir iPhone X en einhver hefði haldið að Apple væri aðeins búið að læra um framboð, eftirspurn og framleiðslutíma eftir seinustu síma. Núna er meðal biðtími kominn í 2-3 vikur í Bandaríkjunum en hann hefur styst úr 4-6 vikum. Sem er bót í máli.

Á Íslandi er það helst að frétta að síminn er ekki til á lager sem stendur en vonast er til að Apple hlunkist til að senda nýja sendingu á klakann fyrir jólin - sem er alls óvíst.

Þeir sem hafa náð sér í eintak eru almennt á sama máli að Apple hafi loksins komið með "nýjan" síma en ekki enn eina litlu uppfærsluna - en meira um það síðar.

1984.is hrundi

1984.is hrundi

IKEA lampar styðja þráðlausa hleðslu

IKEA lampar styðja þráðlausa hleðslu