IKEA lampar styðja þráðlausa hleðslu

IKEA lampar styðja þráðlausa hleðslu

Það eru margir sem eiga síma sem styðja þráðlausa hleðslu. Eigendur iPhone X eða iPhone 8 er að kynnast þessu fyrst núna en ansi margir símar frá öðrum framleiðendum hafa boðið upp á þetta í ansi langan tíma. iPhone eigendum er samt slétt sama um það enda lifa í sínu Apple hagkerfi þar sem framþróun gerist á sínum eðlilega hraða og allt tal um að aðrir geri hlutina betur - er hunsað.

En það má kaupa allskonar hleðslulausnir fyrir þessa síma og ein sú sniðugasta eru lampar frá IKEA sem hafa innbyggða þráðlausa hleðslu. Það má því nota lampann til að lýsa upp skammdegið og hlaða blessaðan símann í leiðinni. 

Þess má geta að IKEA lampar bjóða enn sem komið er einungis upp á 5W hleðslu en símar í dag styðja almennt allt að 7,5W hleðslu (hleðsluhraði). Hins vegar segja þeir sem hafa prófað 5 og 7,5W hleðslutæki sáralítinn mun á hraðanum, líklega er þetta allt tengt óþolinmæði.

Biðlistinn fyrir iPhone X styttist - samt 2-3 vikur :(

Biðlistinn fyrir iPhone X styttist - samt 2-3 vikur :(