Kassinn.net er nýr vefur sem fjallar um tækni og lífstíl

Kassinn.net er nýr vefur sem fjallar um tækni og lífstíl

Kassinn.net er kominn í loftið en vefurinn mun fjalla um allskonar skemmtilega hluti sem tengjast tæknimál og lífstíl. Greinarnar á Kassinn.net verða á léttum nótum og skal ekki taka of bókstaflega né hátíðlega. 

Það verður fjallað um skemmtilega hluti í tækniheiminum en það er ótrúlega mikið að gerast þessa daganna þar sem tæknirisarnir bítast um að selja það nýjasta og "besta" til neytenda. 

Það er samt ekkert heilagt hvað varðar efnistök og það koma inn greinar um allt milli himins og jarðar, eiginlega bara það sem við á Kassanum viljum öskra út í netheiminn hverju sinni.

Það er því aldrei að vita hvað kemur upp úr Kassanum hverju sinni.

Njótið.

Apple mun lagfæra kuldahrollinn í iOS 11.2

Apple mun lagfæra kuldahrollinn í iOS 11.2

1984.is hrundi

1984.is hrundi