“Hvað er tölva?” - Apple segir iPad Pro vera meira en nóg

“Hvað er tölva?” - Apple segir iPad Pro vera meira en nóg

Apple hefur hent út auglýsingu sem er létt skot á tölvuframleiðendur (og þá sig sjálfa í leiðinni). Í auglýsingunni er krakki með iPad Pro og penna að hjóla, leika sér og nota tæknina sem iPad Pro býður upp á.

Í endanum á auglýsingunni segir mamman við krakkann: “Hvað ertu að gera í tölvunni” og blessaður krakkinn svarar í bragði: “Hvað er tölva?”

Kaldhæðnin í þessu öllu er samt líklega að iPad Pro með penna kostar meira en nokkrar vikur af vasapeningum hjá meðal-krakka og miðað við umhverfið sem barnið er í þá þyrfti viðkomandi að slá ansi marga garða hjá nágrönnunum til að hafa efni á iPad Pro - en það má alltaf láta sig dreyma.

 

iOS 11.2 B4 komið út 

iOS 11.2 B4 komið út 

Kassinn er á samfélagsmiðlum

Kassinn er á samfélagsmiðlum