iOS 11.1.2 komið út - lagar kuldahrollinn

iOS 11.1.2 komið út - lagar kuldahrollinn

Apple sendi í kvöld frá sér uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem lagar kuldahrollinn sem hefur hrellt eigendur iPhone X að undanförnu. Þegar síminn var notaður í kulda þá varð skjárinn leiðinlegur og kvörtuðu margir yfir þessum “bögg”.

iOS 11.1.2 sem er komið út á að laga þetta vesen allt saman og borgar sig því að uppfæra stýrikerfið sem fyrst. Líklega lagar uppfærslan eitthvað annað en helsta breytingin að þessu sinni er lagfæring á kuldahrollinum alræmda.

 

Kassinn er á samfélagsmiðlum

Kassinn er á samfélagsmiðlum

Viltu skrifa um tól, tæki, lífsstíl eða eitthvað annað skemmtilegt?

Viltu skrifa um tól, tæki, lífsstíl eða eitthvað annað skemmtilegt?