iOS 11.2 B4 komið út 

iOS 11.2 B4 komið út 

Þeir tækninördar sem nota beta-húgbúnað (hugbúnaður sem er til prófunar áður en almenningur fær hann) hafa tekið eftir að iOS 11.2 B4 er komið út en það er farið að líða styttri tími á milli útgáfudaga. Það þýðir væntanlega að það styttist í útgáfu til almennings.

Reyndar geta allir sem vilja sett beta hugbúnað á iPhone, iPad og Apple Watch en Apple er með tvennskonar beta-hópa. sem eru:

Developer Beta
Þessi hópur þarf að vera skráður hjá Apple og fær beta-uppfærslur á undan öðrum. Þessar útgáfur eru oft eitthvað böggaðar og almennt er ekki mælt með að setja upp þennan hugbúnað nema á tækni sem eru ekki notuð til daglegra nota.

Public Beta
Allir geta fengið að aðgang að þessum hópi en þarna kemur hugbúnaður sem Developer hópurinn (hönnuður og forritarar) hafa prófað og stundum er búið að laga eitthvað sem fannst í Developer Beta útgáfunni.

Við mælum almennt ekki með að fara í betuna nema að vera til í að lifa með böggum í einhvern tíma, en á móti kemur að þú færð að sjá nýjungar og annað áður en almenn uppfærsla kemur í símann. 

Ásamt iOS 11.2. B4 er einnig komin beta-útgáfa fyrir Apple Watch og Mac OS High Sierra stýrikerfið. 

Best að fara að uppfæra :)

Meðmæli dagsins: Myndaðu eins og fagmaður með Halide á iPhone

Meðmæli dagsins: Myndaðu eins og fagmaður með Halide á iPhone

“Hvað er tölva?” - Apple segir iPad Pro vera meira en nóg

“Hvað er tölva?” - Apple segir iPad Pro vera meira en nóg