Meðmæli dagsins: Myndaðu eins og fagmaður með Halide á iPhone

Meðmæli dagsins: Myndaðu eins og fagmaður með Halide á iPhone

Það eru ekki allir sem vita það en útbreiddasta "myndavél" heimsins í dag er.... iPhone! Fólk hefur aldrei tekið eins mikið af misgóðum myndum til að pósta á samfélagsmiðlum eða geyma í símanum þar til hann krassar og allt týnist - GEYMIÐ AFRIT AF MYNDUNUM - en það er önnur saga.

Þeir sem vilja ganga skrefi lengra í að taka myndir með iPhone ættu að kynna sér app sem heitir Halide og gerir símann svona næstum að alvöru myndavél.

Halide býður upp á stillingar eins og finnast í alvöru myndavélum en með því er hægt að stjórna ljósopi, hraða, white balance, RAW stillingum, setja á manual fókus og margt fleira. Appið kemur úr smiðju tveggja forritara sem áður störfuðu hjá Twitter og verður að játast að þeim tókst vel til.

Það er svo sem ekkert að því að nota innbyggða forritið í iPhone en ef þú vilt taka skrefinu lengra þá skaltu splæsa í Halide, sem kostar 4,99$ á App-Store.

Svo bara byrja að taka myndir eins og alvöru ljósmyndari - sem slíkur.

Smelltu hérna til að skoða Halide á App-store.

Halide.jpg
Taktu afrit af minningum - STRAX!

Taktu afrit af minningum - STRAX!

iOS 11.2 B4 komið út 

iOS 11.2 B4 komið út