Taktu afrit af minningum - STRAX!

Taktu afrit af minningum - STRAX!

Það eru talsverðar líkur á að þú sért að lesa þessa grein í farsímanum þínum, það eru líka talsverðar líkur á að farsíminn þinn geymi haug af minningum, það eru líka MIKLAR líkur á að þú týnir öllum þessum minningum og fáir þær ekki aftur - svo ekki vera vitlaus og TAKTU AFRIT af MYNDUNUM þínum!

Það er gríðarlega algengt að fólk tapi ölum myndunum af barninu vaxa úr grasi, kettlingnum leika sér eða úr afmælisveislunni hans Jara litla þegar hann blés svo fallega á kertin á kökunni og brenndi sig smá í leiðinni - en samt ekki alvarlega. Ástæðan er sú að fólk hugsar ekki um að TAKA AFRIT AF MYNDUNUM. Það myndar endalaust og svo krassar síminn eða stýrikerfið, honum er stolið eða þú ert búinn að fá þér einum of marga Aperol Spritz og missir símann í tjörnina við að taka mynd af sætu öndinni, sem var reyndar svanur sem vildi ekkert láta mynda sig.

Svo ferðu á netið, grátandi, og spyrð hvernig hægt sér að bjarga myndunum - stundum er það hægt - yfirleitt ekki.

En lausnin er einföld og ódýr. 

Fáðu þá áskrift hjá t.d. DropBox (1 TB á 9,99$ á mánuði), kveiktu svo á hinum frábæra "Camera Uploads" fítus og í hvert skipti sem þú tengist WIFI þá puðrar síminn myndunum og minningunum á ský útí heimi sem er líklega ekki að fara að krassa neitt á næstunni. Og ef þú ert svo hræddur um persónunjósnir þá geturðu alltaf prentað allar myndirnar á pappír og geymt í Þjóðarbókhlöðunni (eða ekki). 

Svo næst þegar síminn slekkur bara á sér og engar lífgunartilraunir bera árangur eða þegar tjörnin verður næsta heimili símans þá bara færðu þér nýjan síma og sækir myndirnar í skýið - og öll tár eru óþörf - nema á barninu á myndinni sem prýðir fréttina, það gleymdi að taka afrit :(

 

Charlie Rose ásakaður um kynferðislega áreitni og REKINN!

Charlie Rose ásakaður um kynferðislega áreitni og REKINN!

Meðmæli dagsins: Myndaðu eins og fagmaður með Halide á iPhone

Meðmæli dagsins: Myndaðu eins og fagmaður með Halide á iPhone