Charlie Rose ásakaður um kynferðislega áreitni og REKINN!

Charlie Rose ásakaður um kynferðislega áreitni og REKINN!

Það hefur ekki farið framhjá neinum að margir af stórum nöfnunum í Hollywood og víðar hafa verið ásakaðir um kynferðislega áreitni. Meðal þeirra sem hafa verið nafngreindir eru m.a. leikarinn Kevin Spacey og framleiðandinn Harry Weinstein. Báðir hafa játað brot sín, að hluta að minnsta kosti, og ætla að leita sér aðstoðar. 

Það merkilega er samt hversu viðamikil þessi ótrúlega mannskemmandi menning er ytra og hversu langan tíma hefur tekið að vinda ofan af gjörðum þessara manna. Í fyrstu virtist eins og gerendur litu á þessar ásakanir sem hálfgert bögg en t.a.m. sagði Kevin Spacey að hann hafi mögulega gert það sem hann er ásakaður um undir áhrifum áfengis og fannst það frekar leitt. Ekki vottaði fyrir iðrun á þessum gjörðum sem kom ansi hressilega í bakið á honum og þeir sem þekkja til segja að hann, né margir aðrir, eigi afturkvæmt í stjörnulíf Hollywood.

Það eru fleiri og fleiri að segja frá reynslu sinni og í gær birtust fréttir um að Charlie Rose hefði kynferðislega áreitt fjölda kvenna. Charlie Rose er einn þekktasti sjónvarpsfréttamaður heims en hann hefur starfað á miðlum á borð við 60 minutes, CBS-News og fleiri stöðum. 

Sjálfur segir Rose alls ekki hafa áreitt neina konu en mögulega hafi hann hagað sér ósæmilega t.d. með að ganga um nakinn fyrir framan konur sem gegndu störfum í fréttaþáttum hans sem og að senda klúr skilaboð, klípa í rassa og fleira. Ótrúlegt ef hann sjái ekki neina áreitni í öllu þessu.

Það er samt nokkuð ljóst að við erum ennþá aðeins að sjá toppinn á ísjakanum í þessum málum og menn (sem konur) sem hafa nýtt sér yfirburði sína sökum frægðar eða valds eru sem betur fer að fá að svara fyrir brot sín. 

UPPFÆRT!
CBS er búið að reka Rose! 

Leica kynnir afar kynþokkafulla myndavél

Leica kynnir afar kynþokkafulla myndavél

Taktu afrit af minningum - STRAX!

Taktu afrit af minningum - STRAX!