Leica kynnir afar kynþokkafulla myndavél

Leica kynnir afar kynþokkafulla myndavél

Myndavélaframleiðandinn Leica kynnti í dag nýja myndavél en um er að ræða smámyndavél sem ber heitið Leica CL. Það skal játast hér og nú að kynþokkinn lekur af þessari græju!

Vélin er með APS-C formati og er án spegils. APS-C er með margföldun þannig að linsan sem er Elmarit-TL 18mm 2.8 linsu er því 27mm miðað við hefðbundnar linsur. Leica eltir líka aðra framleiðendur með því að hafa möguleikann á að nota "viewfinder" en þá þarf ekki að nota skjáinn aftan á vélinni - sem er snilld. Þá er lítill skjár ofan á vélinni til að sjá stillingar eins og ljósop og hraða en vélin er ekki með þessar upplýsingar prentaðar á vélina sjálfa.

Það þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum um linsugæðin hjá Leica en væntanlega er vélin með fáránlega skörpum myndum sem koma úr helv. fallegri myndavél. 

Verðinu er ekki beint stillt í hóf en vélin kostar um 3000$ eða 500-600 þúsund kall (eða meira) heima á fróni. En falleg er hún og við erum byrjaðir að safna fyrir einni - hver vill ekki lúkka eins og RAX!

Leica CL fær ***** stjörnur fyrir kynþokka!

YouTube fyrir iOS tæmir ekki batteríið lengur

YouTube fyrir iOS tæmir ekki batteríið lengur

Charlie Rose ásakaður um kynferðislega áreitni og REKINN!

Charlie Rose ásakaður um kynferðislega áreitni og REKINN!