Óskalistinn: Jólagjafir handa Apple fíklum

Óskalistinn: Jólagjafir handa Apple fíklum

Það styttist í jólin og margir í vandræðum með hvað skal gefa í jólagjafir. Á næstunni birtum við lista sem fólk getur nýtt sér ef það er alveg tómt þegar kemur að jólagjöfum.

1. AirPods
Apple AirPods er eitthvað sem iPhone notendur verða að eiga. Þráðlaus heyrnartól sem virka eins og þykkt lag af smjöri og hangikjöt á flatbrauð. AirPods er einn af þessum hlutum sem bara virka og það er ekkert umstang að tengja eða slíkt. 
AirPods koma í hleðsluboxi þannig að þó þú verður kraftlaus þá geturðu smellt þeim í hulstrið og djúsað græjuna upp.
Apple AirPods fást víða og kosta um 24.900 sem er hverri krónu virði

2. MacBook Pro
Kannski ekki beint ódýr jólagjöf en MacBook Pro fartölvur eru með þeim betri á markaðnum. Bila ekki mikið og skítlukka. Það má líka velja mismunandi verð en vélarnar kostar frá 209.000 til 459.000 á Íslandi, við mælum með að taka vél með Touchbar!

3. iPad Pro 10.5 (og íslenskt lyklaborð)
iPad Pro 10.5 tommu er það sem kemst næst því að vera fartölva. Sérstaklega ef keypt er með íslenska lyklaborðið frá Apple sem kostar reyndar alveg fáránlega mikið (28.990).
iPad Pro hefur skotið mörgum fartölvum ref fyrir rass í prófunum og er frábær græja fyrir þá sem þurfa að ferðast mikið en nenna ekki að vera með fartölvu. Taktu svo pennann með ef þú vilt geta teiknað og gert enn meira.
Verðið á iPad Pro er frá 99.000 upp í 169.000 en það fer eftir geymsluplássi og 4G valkosti hvert endanlegt verð er. Penninn kostar svo alveg 20 þúsund en það má alltaf bíða með hann og gefa hann í afmælisgjöf!

4. Apple TV 4K
Apple byrjaði nýlega að selja 4K útgáfu af Apple TV. Margir hafa beðið eftir þessum kosti en flest snjallsjónvörp í dag eru 4K eða súper-háskerpu. T.d. eru myndefnisveitur eins og Netflix og fleiri sem senda mikið af efni í 4K, passaðu bara að vera með ótakmarkað niðurhal til að spila allt í 4K.
Apple TV 4K kostar frá 24.990 (32GB) en stærri gerðin kostar 34.990. Passaðu svo fjarstýringuna en ný svoleiðis mun kosta þig um 16.900 (sem er galið).

5. Nýja ól á Apple Watch
Nú gerum við bara ráð fyrir því að viðkomandi eigi Apple úr. Þá má kaupa skemmtilega ól á úrið en þá er eins og viðkomandi sé með glænýtt úr! Það voru til ólar sem voru með íslensku fánaröndinni en við finnum þær ekki í fljótu bragði en slík ól myndi lúkka vel á HM í Rússlandi. 

Annað flott!
Auðvitað er nýr iPhone líka fáránlega nett gjöf en t.d. iPhone X kostar ansi mikið. Þannig að ef peningar eru ekkert vandamál þá er iPhone X hvers manns hugljúfi sem og iPhone 8. 

iPhone fer því ekki á listann en er auðvitað eitthvað sem Apple-unnendur myndu elska að fá!

GLEÐILEG JÓL!

 

Screen Shot 2017-11-29 at 14.18.59.jpg
Samsung Galaxy S9 gæti fullhlaðið sig á 12 mínútum!

Samsung Galaxy S9 gæti fullhlaðið sig á 12 mínútum!

Beta 5 af iOS komið - Styttist í lokaútgáfu

Beta 5 af iOS komið - Styttist í lokaútgáfu