Nespresso er komið til Íslands!

Nespresso er komið til Íslands!

Kaffi-unnendur sem eiga Nespresso kaffivélar vita bévítans vesenið við að redda sér kaffi að utan, fullar ferðatöskur af kaffihylkjum, grenja út greiða þegar fólk fer erlendis með að taka skammt heim eða kaupa hér heima á uppsprengdu verði af milliliðum.

Nú er breyting á en Nespresso er komið á klakann og verðið er hagstæðara en víða erlendis! 

Nespresso opnar verslun í Kringlunni á næstu dögum en vefverslunin er opin og hægt er að panta kaffihylki og fá þau send heim daginn eftir. Ef þú pantar fyrir meira en 11.500 þá færðu kaffið meira að segja sent heim að dyrum - ókeypis.

Nespresso hefur lengi haft umhverfis-sóða-stimpil á sér enda eru álhylkin ekki beint neitt sérstaklega umhverfisvæn, eiginlega þvert á móti. Fyrirtækið er samt að reyna að bæta umhverfis-ímynd sína og er með endurvinnslustefnu sem er þannig að fólk fær poka frá Nespresso og setur tómu hylkin í hann og kemur í búðir eða lætur sendilinn taka tilbaka. Nespresso endurvinnur þá hylkin, kaffið fer í moltu og er notað í ræktun og álið er notað aftur í ný kaffihylki. Hljómar vel ef fólk almennt nennir þessu.

Við segjum því: ENDURVINNUM letingjarnir ykkar!

Smelltu hérna til að skoða vefsíðu Nespresso á Íslandi.

Sænska kvennalandsliðið zúmbar sig í gang I Myndband

Sænska kvennalandsliðið zúmbar sig í gang I Myndband

Samsung Galaxy S9 gæti fullhlaðið sig á 12 mínútum!

Samsung Galaxy S9 gæti fullhlaðið sig á 12 mínútum!