Samsung Galaxy S9 gæti fullhlaðið sig á 12 mínútum!

Samsung Galaxy S9 gæti fullhlaðið sig á 12 mínútum!

Það styttist i að Samsung hendi í alheiminn nýjasta flaggskipi sínu, Galaxy S9. Það verður væntanlega á næsta ári enda ekki langt síðan S8 leit dagsins ljós. Eitt og annað er að koma í ljós með þennan magnaða síma en ein breyting sem er ansi áhugaverð tengist rafhlöðunni. 

Samsung hefur jú brennt sig á lélegri rafhlöðu en fyrirtækið þurfti að innkalla alla Note 4 símanna eftir að þeir tóku upp á því að springa eða kveikja elda, og það ekki í hjörtum notenda þeirra. 

Í Galaxy S9 verður líklega graphene-rafhlaða en ekki lithium-ion eins og er í flestum snjalltækjum í dag. Það þýðir að það tekur um 12 mínútur að fullhlaða símann en ekki nokkra klukkutíma eins og nú er. Það eitt og sér er risa breyting til batnaðar sem aðrir framleiðendur munu væntanlega horfa til. 

Það má samt ekki neitt fara úrskeiðis við þessa breytingu en Samsung má varla við öðru rafhlöðu-vandamáli.

Spennandi!

Nespresso er komið til Íslands!

Nespresso er komið til Íslands!

Óskalistinn: Jólagjafir handa Apple fíklum

Óskalistinn: Jólagjafir handa Apple fíklum