Taktu fullkomnar sjálfsmyndir (selfies) með Selfissimo

Taktu fullkomnar sjálfsmyndir (selfies) með Selfissimo

Það eru ansi margir sem eyða góðum tíma hvers dags í að taka selfies (sjálfur) til að deila á samfélagsmiðlum. Sumir hafa meira að segja slíkt sem atvinnu en þá henda þau kannski með á myndina Trópí fernu eða hreingerningarlög til að fá svokallað "spons" á myndina.

Google hefur hent í loftið myndavéla-appi sem hjálpar sjálfselskandi símanotendum að taka hina fullkomnu sjálfsmynd með því einu að pósa! 

Appið virkar þannig að það greinir hreyfingu en þegar það sér og telur þig hafa stoppað í hinni fullkomnu pósu þá smellir það sjálfkrafa af mynd. Það þarf því ekki lengur að smella á takka eða fá einhvern til að mynda, bara pósa Selfissimo sér um að skjóta! 

Klárlega app vikunnar!

Selfissimo fæst fyrir iOS og Android og er fáanlegt í App-store viðkomandi stýrikerfa.

Stefnur og straumar í auglýsingum á netinu árið 2018

Stefnur og straumar í auglýsingum á netinu árið 2018

iMessage komið á Android - Verður líklega skammlíft

iMessage komið á Android - Verður líklega skammlíft