GoPro að verða GoBroke?

GoPro að verða GoBroke?

Myndavélaframleiðandinn GoPro glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna en GoPro smávélar hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum árum - sérstaklega hjá ævintýrafólki. 

En GoPro má muna fífil sinn fegurri og t.a.m. hefur forstjóri og stór hluthafi í fyrirtækinu lækkað laun sín í 1 dollara á ári á meðan unnið er að endurskipulagningu, hann á reyndar einhverja varasjóði og því þurfa lesendur ekki að hafa teljandi áhyggjur á að hann eigi ekki salt í grautinn.

Sala á GoPro hefur hrunið og má kenna um ýmsum þáttum eins og að símar eru að verða betri og betri sem myndavélar og svo er núna hægt að fá mun ódýrari "GoPro" vélar frá Kína. Það er því eitt og annað sem er smám saman að drepa GoPro á heimsvísu.

Kannski að GoPro sé að verða GoBroke.... við rötum út!

1200px-GoPro_logo.svg.png
Rafhlöðuskortur hjá Apple

Rafhlöðuskortur hjá Apple

The Last Jedi var skrifuð á "einangraða" MacBook Air

The Last Jedi var skrifuð á "einangraða" MacBook Air