Græjan I Profoto hendir sér á flass-markaðinn

Græjan I Profoto hendir sér á flass-markaðinn

Ljósmyndarar sem vilja fá eitthvað sem kemst nálægt því að vera stúdíóljós en er nánast sömu stærðar og myndavélaflass ættu að skoða Profoto A1 flassið sem sænski ljósmyndaljósaframleiðaandinn Profoto var að senda á markaðinn. 

Profoto A1 er svipað stórt og hefðbundið Canon eða Nikon flass en það er hringlaga og er með aukahlutum sem gera flassið nær því að vera stúdíóflass. Það er nýkomið á markaðinn en BECO á Langholtsvegi er komið með einhver eintök sem eru samt að seljast upp enda er þetta ljós ansi vinsælt með ljósmyndara - svo vinsælt að það er ekki til á lager hjá ljósmyndaverslunarrisanum B&H í New York en sagt á leiðinni.

Við á Kassanum eru ljósmyndanördar með dellu á alvarlegu stigi og munum kíkja á gripinn hjá BECO eftir helgina til að sjá hvort það stenst hefðbundnum rafljósum snúning.

Það besta við A1 er samt rafhlaðan en útskiptanleg hleðslurafhlaða er í ljósinu sem er víst helv. öflug og mun snarpari við að endurhlaða flassið en venjulegar rafhlöður - spennandi!

Meira um Profoto A1 á næstu dögum eftir að Kassinn prófar gripinn.

profotoa1reviewfeat-800x420.jpg
The Last Jedi var skrifuð á "einangraða" MacBook Air

The Last Jedi var skrifuð á "einangraða" MacBook Air

Stefnur og straumar í auglýsingum á netinu árið 2018

Stefnur og straumar í auglýsingum á netinu árið 2018