The Last Jedi var skrifuð á "einangraða" MacBook Air

The Last Jedi var skrifuð á "einangraða" MacBook Air

Star Wars - The Last Jedi var skrifuð á MacBook Air tölvu sem fékk aldrei að tengjast internetinu eða gera nokkuð annað en að vera notuð sem ritvélin sem leikstjórinn og handritshöfundurinn Rian Johnson notaði til að skrifa nýjasta kaflann í Star Wars sögunni.

Johnson segir að tölvan hafi verið þannig uppsett að hún gæti aldrei tengst neinu neti en það var vitanlega gert til að minnka líkurnar á því að sagan færi ekki á flakk í netheimum. Leikstjórinn segir yfirmenn sínir hafi ekki litist á að sjá hann á kaffihúsum í myndverinu með tölvuna sem geymdi handritið verðmæta.

Auk þess að vera með tölvuna var Johnson jafnan með Leicu M6 filmuvél frá 1980 sem hann notaði til að taka myndir á meðan á tökum á The Last Jedi stóð. Hann er núna með fjall af filmum sem hann ætlar að framkalla og skoða á komandi vikum. Vel gert Rian!

GoPro að verða GoBroke?

GoPro að verða GoBroke?

Græjan I Profoto hendir sér á flass-markaðinn

Græjan I Profoto hendir sér á flass-markaðinn