App dagsins - Newton Mail er smekklegt með augljósum kostum

App dagsins - Newton Mail er smekklegt með augljósum kostum

Við erum að nota tölvupóstinn nær allan daginn, alla vikuna, allt árið. Þess vegna er mikilvægt að finna sér sem best póstforrit sem virkar eins á milli tækja og er þægilegt í notkun. Eftir að hafa prófað ansi mörg forrit þá er okkur efst í huga Newton Mail - þó ekki væri fyrir einn frábæran fítus.

Newton Mail er forrit sem notar skýjalausn til að ýta póstinum áfram og taka við honum. Með þessu þá nær Newton Mail að sjá hvort sá sem þú sendir póstinn hafi opnað hann! Þetta er sambærilegt og "Seen" á Facebook-spjallinu en það getur verið gott að sjá að viðkomandi hafi séð gríðarlegu mikilvægu skilaboðin þín eða myndina af kettinum naga sófann... eða hvað sem er. Stundum er það reyndar pirrandi, sérstaklega ef þú ert að reyna við vonandi framtíðar makann þinn og hann sér skilaboðin en svara þeim ekki - sem er ömurlegt!

En Newton Mail sýnir þér semsagt hvort það sé búið að opna póstinn og þá veistu allavega stöðuna og getur þá hringt eða sent aftur póstinn ef viðkomandi er of merkilegur að svara þér :)

Það getur samt gerst að Newton sjái ekki að það sé búið að opna en til að þetta virki þarf póstforrit viðkomandi stillt þannig að það sýni myndir eða annað sem kemur með póstinum - það er hægt að slökkva á þessu í póstforritum til að minnka gagnamagnið sem tækið þitt sækir. Yfirleitt virkar þetta samt vel.

Newton Mail hefur alla kosti sem sambærileg forrit hafa en að auki geturðu sett "Snooze" á póstinn til að skoða hann seinna, hægt er að stilla einstaka pósta þannig að hann komi efst þegar þú opnar tölvuna og margt fleira má finna í appinu. 

Einn stór kostur er að geta sett upp póstinn á eitt tæki og þá þarftu bara að skrá þig inn á önnur tæki og þá setur Newton Mail upp póstinn á sama hátt á önnur tæki, með undirskriftum og öllu. Snilld!

Það er samt ekki allt fullkomið í þessum heimi en til að nota allt sem Newton Mail hefur upp á að bjóða þá þarf að borga áskrift sem kostar 49 dollara á ári. Ef allir kostir appsins eru samt skoðaðir og sérstaklega að sjá hvort búið sé að lesa póstinn þá er ekki mikið að borga innan við ódýran kaffibolla á mánuði fyrir forritið.

Smelltu hérna til að prófa Newton Mail frítt í 14 daga.

Ljósmyndarinn og landsliðsþjálfarinn Gummi Gumm

Ljósmyndarinn og landsliðsþjálfarinn Gummi Gumm

Rafhlöðuskortur hjá Apple

Rafhlöðuskortur hjá Apple