Rafhlöðuskortur hjá Apple

Rafhlöðuskortur hjá Apple

Apple hefur þurft að hægja verulega á útskiptingu á rafhlöðum í iPhone 6 og nýrri símum en fyrirtækið lækkaði verðið í 29 dollara vegna upplýsinga sem Apple játaði að væru réttar með að hægt sé á símum í iOS stýrikerfinu til að minnka álagið á rafhlöðuna.

Þetta þykir ekki Apple sæmandi að hafa hægt á tækjunum án þess að hafa látið notendur vita en með því að skipta um rafhlöðuna þá á síminn að halda hleðslunni betur og vera eitthvað sprækari. Svo margir hafa ákveðið að nýta sér þessa þjónustu að nú er kominn rafhlöðuskortur og hefur Apple orðið að hægja á útskiptingum. Fyrirtækið lofar samt að þjónusta alla sem vilja - en það muni taka lengri tíma en ella.

Epli.is er þjónustuaðili Apple á Íslandi og býður uppá rafhlöðuskipti á 4900 krónur fyrir þessa iPhone síma.

App dagsins - Newton Mail er smekklegt með augljósum kostum

App dagsins - Newton Mail er smekklegt með augljósum kostum

GoPro að verða GoBroke?

GoPro að verða GoBroke?