Google Pixel 3 fókusar á tækninýjungar

Google Pixel 3 fókusar á tækninýjungar

Google kynnti í vikunni nýjasta símann sinn sem ber heitið Google Pixel 3. Það kom svo sem ekki á óvart en Google eyddi ekki miklu púðri í að telja upp íhluti símans en ræddi þess í stað um nýja tækni sem Pixel 3 býður uppá - sem er mögnuð.

Síminn sjálfur er auðvitað mjög öflugur og er sviptaður og símarnir frá helsta keppninautunum, Samsung og Apple. En það þarf varla að fara yfir innvols símans þar sem það er ekki að taka nein risastökk heldur er Google að hugsa meira um notkunargildið og tæknina.

Screenshot 2018-10-10 at 09.12.21.jpg

Myndavélin á Pixel 2 er frábær og hefur jafnvel skákað iPhone XS í prófunum. Það er því ekki að undra að Google ákvað að vinna áfram með samskonar myndavél en núna eru breytingarnar komnar frá hugbúnaði. Meðal nýjunga er t.d. þegar notaður er stafrænn aðdráttur en þá þá verða flestar myndir kornóttar og úr fókus. Google segist vera með tækni sem er svipuð þeirri og notuð er í stjörnusjónaukum sem lagar myndina með hugbúnaði. Myndirnar verða því ekki óskýrar þó stafrænn aðdráttur eða "digital zoom" er notað.

Screenshot 2018-10-10 at 09.13.02.jpg

Þá er kominn fítus sem hjálpar til við að taka myndir við dimmar aðstæður en þá notar síminn hugbúnað til að fylla upp í myndina með ljósi sem var ekki til staðar, þetta hljómar eins og úr einhverri framtíðarmynd en Google segir að þessi tækni sé komin og virki mjög vel.

Þá er myndavélin að taka nokkrar ramma í einu núna og ef þú tekur mynd af krakkanum eða kærastanum sem óvart er með lokuð augu þá lætur síminn þig vita af því og segist vera með aðra mynd sem er betri og allir eru með opin augu.

Það er því ansi margt sem er nýtt í Pixel 3 þó að grunnurinn sé sá sami og á Pixel 2 - enda svo sem ekki margt sem þurfti að breyta á þeim ágæta síma.

Forsala á iPhone XR er hafin

Forsala á iPhone XR er hafin

Mögnuð myndbönd tekin með iPhone XS

Mögnuð myndbönd tekin með iPhone XS