Forsala á iPhone XR er hafin

Forsala á iPhone XR er hafin

Það styttist í að iPhone XR lendi á klakanum en hann á að koma í verslanir þann 25. október ef allt gengur upp hjá Apple. Fyrirtæki eru þegar farin að selja hann í forsölu en þá er hætt að komast á biðlistann og þá brakandi ferskt eintak af XR þegar hann kemur.

Helstu upplýsingar um iPhone XR:

"Nýr Liquid Retina 6.1“ skjár sem gerir Apple kleift að teygja skjáinn betur í horninn án þess að það komi niður á stærð símans. Skjárinn er með True Tone ljósnema sem fínstillir skjáinn svo allt líti ótrúlega vel út.

Myndavélin hefur fengið uppfærslu og notast við sömu tækni og í iPhone XS og XS Max. Myndavélin að aftan er 12 MP með HDR stuðningi og þökk sé nýja A12 örgjörvanum þá er eftirvinnslan öflugri en áður sem skilar sér í fallegum myndum. Myndavélin að framan hefur einnig verið uppfærð og er nú 7 MP TrueDepth. Báðar vélar bjóða uppá að taka Portrait myndir og stjórna eftir á hversu mikið bakgrunnur er úr fókus.

iPhone XR kemur í sex mismunandi litum, tilvalið fyrir þá sem vilja smá lit í lífið."

Smelltu hérna til að fara á forkaupslistann hjá Vodafone.

Tweetbot 5 fær hressilega uppfærslu

Tweetbot 5 fær hressilega uppfærslu

Google Pixel 3 fókusar á tækninýjungar

Google Pixel 3 fókusar á tækninýjungar