Nei, það er ekki sérstakur fegurðar-filter á iPhone XS

Nei, það er ekki sérstakur fegurðar-filter á iPhone XS

Sögur um að fólk sé að koma ótrúlega slétt og fallegt á myndum úr iPhone XS er ekki vegna neins fegurðar-filters sem fer á myndirnar eins og einhverjir vilja meina. Sérfræðingur hjá myndavéla-appinu Halide skoðaði myndavélina og vinnsluna í XS og komst að því að allt aðrar ástæður eru fyrir sléttari húð og almennum fegurðleika.

Málið er að iPhone XS er með töluvert meiri "noise reduction" en iPhone X sem er sett á vegna hraðans sem kominn er í símann við að taka myndir. Síminn er mun snarpari en áður en þetta býður upp á meiri titring og "noise" á myndunum. Svar Apple við þessu virðist vera að bæta vel í að minnka þetta "noise" og það kemur þá út sem samskonar filter og mörg forrit nota við að gera okkur, sem þurfum á því að halda, aðeins fallegri og unglegri.

Myndin sjálf á að vera gæðalega séð betri en hún virkar mýkri en mynd úr iPhone X eða eldri símum. Það má vel vera að Apple lagi þetta til í komandi uppfærslum á iOS 12 stýrikerfinu en þangað til þá verður fólk með iPhone XS aðeins fallegra og sléttara en við hin.

Spurning um að skella sér í Epli.is og kaupa bara iPhone XS - öll viljum við jú vera falleg á samfélagsmiðlum.

Screenshot 2018-10-02 at 15.44.42.jpg
XSselfieCamUpdate001-780x416.jpg
Mögnuð myndbönd tekin með iPhone XS

Mögnuð myndbönd tekin með iPhone XS

STOP THE PRESS! Fólk les fréttir mest á netinu - Dagblöðin eru að hverfa

STOP THE PRESS! Fólk les fréttir mest á netinu - Dagblöðin eru að hverfa