JÖKULL er áhrifamikil sýning sem allir ættu að upplifa

JÖKULL er áhrifamikil sýning sem allir ættu að upplifa

Góðar ljósmyndasýningar opna ekki nægilega oft á Íslandi. Ein slík sýning opnaði á dögunum sem enginn áhugamaður um ljósmyndun eða íslenska náttúru ætti að láta framhjá sér fara. JÖKULL er sýning sem þú ættir að skoða strax á morgun, þ.e. ef þú ert ekki búinn að því nú þegar.

Á sýningunni eru að finna svart/hvítar ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson (RAX) af íslenskum jöklum. Mörgum þeirra stafar mikil ógn af breyttum loftlagsaðstæðum og þeir fara minnkandi og hopa mun hraðar en áður.

Ragnar Axelsson tók myndirnar undanfarin misseri sem sýna myndirnar þá miklu fegurð sem er að finna í íslenskri náttúru. En þær eru einnig mikilvæg áminning um að við gleymum ekki þeim náttúruperlum sem eru svo sjálfsagðar að við gerum bara ráð fyrir að þær séu eilífar - sem þær eru ekki. Ragnar er einn af bestu ljósmyndurum sem Ísland hefur alið, þrátt fyrir að taka ekki undir það sökum mikillar hógværðar sinnar. Hann lætur myndirnar tala en myndefninu sýnir Ragnar svo mikla virðingu og alúð að áhorfendur geta ekki annað en fallið í stafi við að horfa á svart/hvít listaverkin.

Myndirnar eru ekki aðeins af jöklum en þær gefa algjörlega nýja sýn á náttúruna. Það er ekki síður Einari Geir Ingvarssyni hönnuði bókarinnar að þakka. Hann kom með þá hugmynd að sýna ekki sjóndeildarhringinn á flestum myndanna. Það eykur hughrifin og gerir flestar ljósmyndirnar nánast að málverkum og raunar tímalausum listaverkum.

Sjón er sögu ríkari og ég hvet alla að fara á Ásmundarsal og skoða sýninguna. Hún er jafnframt kraftmikil og spennandi, en einnig áminning um samskipti, eða stundum samskiptaleysi, mannsins við náttúruna.

Smelllið hérna til að panta Jökull.

Smelltu hérna til að hlusta á hlaðvarpsviðtal við Ragnar Axelsson.

Landsbankinn býður uppá greiðslur með farsíma

Landsbankinn býður uppá greiðslur með farsíma

Tweetbot 5 fær hressilega uppfærslu

Tweetbot 5 fær hressilega uppfærslu