Landsbankinn býður uppá greiðslur með farsíma

Landsbankinn býður uppá greiðslur með farsíma

Landsbankinn kynnti nýverið nýja þjónustu sem er að greiða í verslunum með farsíma. Þetta er aðferð sem er algeng erlendis en sem stendur er hægt að nota þessa þjónustu á tækjum með Android-stýrikerfinu.

Með þessari þjónustu er hægt að nota símann sem greiðslukort en þá er síminn notaður í stað þess að nota greiðslukort. Það er hægt að nota korta-appið með Android tækjum en Apple hefur enn ekki samþykkt að nota Apple Pay á Íslandi sem er grundvöllurinn fyrir því að nota iOS stýrikerfið.

Það er vonandi að Apple opni á íslenska markaðinn sem fyrst en ferðamenn geta margir hverjir nú þegar notað Apple Pay á Íslandi þar sem greiðslukerfi taka við greiðslum á erlendum kortum. Þangað til þá er um að gera að prófa korta-app Landsbankans á Android en þetta er frábær lausn þar sem við erum jú nánast alltaf með farsímann á okkur þó við gleymum stundum greiðslukortunum.

Smelltu hérna til að lesa meira um korta-app Landsbankans

Screenshot 2018-10-20 at 23.38.48.jpg
Apple sendir út Watch OS 5.1.1

Apple sendir út Watch OS 5.1.1

JÖKULL er áhrifamikil sýning sem allir ættu að upplifa

JÖKULL er áhrifamikil sýning sem allir ættu að upplifa