iPad Pro 2018 er líklega öflugri en fartölvan þín

iPad Pro 2018 er líklega öflugri en fartölvan þín

Nýju iPad Pro græjurnar sem eru komnar í sölu eru ekki einungis að fá frábæra dóma en þeir eru að sýna fram á ótrúlega vinnslugetu og eru líklega öflugri en tölvan sem þú ert að nota núna.

iPad Pro 2018 er með A12X Bionic örgjörva sem er að gefa meiri afköst í jafnvel þungri vinnslu en margar MacBook Pro fartölvur sem þýðir að það sé loksins hægt að keyra forrit sem þurfa að t.d. að umbreyta myndböndum, klippa og litaleiðrétta. Hingað til hefur það hamlað iPad Pro að geta ekki verið í þessari vinnslu og því hafa margir ekki viljað stökkva í djúpu laugina og skipta alfarið yfir í iPad - en nú eru breyttir tímar.

Það hefur samt líka áhrif á verðið en iPad Pro með miklu innra minni kostar ekki ósvipað og góðar fartölvur. En þú færð minni græju og auðvitað minni farangur með að vera með einn iPad og penna í stað þess að vera með fartölvu og allt sem henni fylgir.

iPadinn er farinn að berast til Íslands en þau fyrirtæki sem selja græjuna eiga von á að hann verði til á lager í lok mánaðar.

Hérna má sjá yfirgripsmikla umfjöllun vefsins 9-5 Mac um nýja iPadinn.

Landsbankinn og Íslandsbanki bjóða uppá að borga með Android-símum

Landsbankinn og Íslandsbanki bjóða uppá að borga með Android-símum

Gullfalleg Leica Q-P kemur í takmörkuðu upplagi

Gullfalleg Leica Q-P kemur í takmörkuðu upplagi