Spotify uppfærir með Apple Watch tengingu

Spotify uppfærir með Apple Watch tengingu

Spotify var að uppfæra appið sitt fyrir iOS en í þessari útgáfu er ansi merkileg nýjung en það er tenging við Apple Watch. Það hafa margir beðið eftir að fá stjórnun á Spotify á Apple Watch en hingað til hefur Apple Music ráðið ríkjum á Apple úrinu.

Þessi fyrsta útgáfa er ekki með alla möguleika sem Apple Music býður upp á en þessi fyrsta útgáfa gerir notkunina á Apple Watch aðeins bærilegri. Það er samt ekki þannig að hægt sé að vista lög á úrinu eða spila beint þaðan - þetta er einungis betri framsetning á spilaranum á úrinu.

Spotify segir þetta samt einungis vera fyrsta skrefið og það standi til að bæta appið á næstunni.

Til að fá þessa uppfærslu þarf einungis að uppfæra Spotify og svo smella á "Install" á Spotify í Apple Watch appinu á símanum. Það þarf reyndar kannski að endurræsa símann og úrið til að það gerist.

Þess vegna skipti ég úr Nespresso í Sjöstrand!

Þess vegna skipti ég úr Nespresso í Sjöstrand!

Stan Lee I Umdeildur snillingur sem fólk elskaði að hata

Stan Lee I Umdeildur snillingur sem fólk elskaði að hata