Stan Lee I Umdeildur snillingur sem fólk elskaði að hata

Stan Lee I Umdeildur snillingur sem fólk elskaði að hata

Það hefur varla farið framhjá neinum að Stan Lee lést í vikunni en þessi 95 ára frumkvöðull í gerð teiknimynda og ofurhetja kvaddi þessa tilvist eftir ansi viðburðarríkt líf.

Stan Lee er einn af stofnendum Marvel samsteypunnar þar sem hann kom að hönnun og hugmyndavinnu með margar af frægustu ofurhetjum sögunnar. Ofurhetjur eins og The Avangers, Spiderman, Hulk, Doctor Strange, Fantastic Four, Daredevil, Black Panther og X-Men eru allar komnar úr huga Stan Lee eða með aðstoð hans.

Flestar þessar ofurhetjur voru lengst af ljóslifandi á blaðsíðum í teiknimyndasögum sem Marvel gaf út. En í seinni tíð hefur hver stórmyndin komið út eftir annarri og rakað inn milljarða á milljarða ofan vegna gríðarlegs áhuga almennings á ofurhetjunum.

Stan Lee var samt fjarri því að vera óumdeildur en margir sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina hafa lýst honum sem þrjóskum og ósanngjörnum eiginhagsmunasegg. Hann var sagður hafa lítinn eða engan áhuga á að hjálpa öðrum nema það kæmi sjálfum sér vel. Hann er sagður hafa komið illa fram við kvenfólk sem vann með honum og var fljótur að losa sig við samstarfsfólk sem hann hafði ekki fulla stjórn á.

En hann var líka sagður indæll af mörgum, hjálpsamur og áhugasamur um að veita fólki brautargengi innan Marvel - eins lengi og þau áttu það skilið. Miðað við teiknimyndastórveldið sem hann byggði upp þá kemur ekki á óvart að hann hafi verið umdeildur enda stærsta nafnið í ofurhetjubransanum.

Það vita það ekki allir að Stan Lee kom fyrir í smáhlutverkum í ansi mörgum myndum Marvel, þar sem hann var eitthvað að bardúsa í bakgrunninum eða fékk að segja nokkur orð. Það er væntanlega liðin tíð að hann komi fram - eða samt ekki, með nútímatækni þá er auðvitað hægt að setja látið fólk vera lifandi eins og ljósið - með dyggri aðstoð tölvutækninnar. Tækninnar sem Stan Lee fékk að upplifa á lokaárum lífsins en hann fór úr því að teikna allt á blöð sem voru prentuð og seld í risa-framleiðslur á ofurhetjumyndum sem voru meira og minna unnar í tölvum.

Hvíl í friði Stan Lee.

Spotify uppfærir með Apple Watch tengingu

Spotify uppfærir með Apple Watch tengingu

Landsbankinn og Íslandsbanki bjóða uppá að borga með Android-símum

Landsbankinn og Íslandsbanki bjóða uppá að borga með Android-símum