Canon-hátíð í Hörpu með RAX, Rut, Villa og Joel

Canon-hátíð í Hörpu með RAX, Rut, Villa og Joel

Origo stendur fyrir Canon hátíð í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 30. nóvember þar sem íslensku ljósmyndararnir Ragnar Axelsson, Rut Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson ásamt Portúgalanum Joel Santos segja frá sínum verkefnum.

Þá mun einn helsti EOS sérfræðingur hjá Canon Europe segja frá EOS R og framtíðarsýn Canon.

Við verðum með mikið úrval af Canon ljósmynda-, vídeó- og prentbúnaði auk linsubúnaðar sem gestir geta skoðað og prófað, m.a. hina nýju EOS R og RF linsur. Hægt verður að taka myndir og vídeó af skemmtilegum viðfangsefnum og því er um frábært tækifæri að ræða fyrir alla sem starfa við eða hafa ástríðu fyrir ljósmyndun og kvikmyndagerð.

Auk þess verða sérfræðingar í NiSi filterum á staðnum og þá verður úrval af aukahlutum, t.d. frá Manfrotto, SIRUI og ljósaframleiðendum.

Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan er haldin, en alltaf hefur verið fullbókað á hana.

Smelltu hérna til að skoða dagskrá Canon-hátíðarinnar.

Ragnar Axelsson

Ragnar Axelsson

Jólagjafalistinn I Apple Airpods

Jólagjafalistinn I Apple Airpods

Darkroom 4 beta virkar á iPad - loksins!

Darkroom 4 beta virkar á iPad - loksins!