Darkroom 4 beta virkar á iPad - loksins!

Darkroom 4 beta virkar á iPad - loksins!

Þau ykkar sem eru í myndvinnslu og eru að nota Darkroom-appið en eru t.d. að notast við Lightroom eða Affinity Photo á iPad ættuð að gleðjast en Darkroom 4, sem er núna í betu er með fullum iPad stuðningi.

Darkroom er eitt öflugasta myndvinnsluforritið á markaðnum en það er töluvert léttara í keyrslu en Lightroom og er notendaviðmótið mun betra. Það hentar sérstaklega vel notendum sem eru ekki kunnug þegar kemur að Lightroom en það er talsvert einfaldara og “hreinna” í útliti.

Darkroom 4 kom út í gær fyrir þá sem eru með forútgáfu-aðgang eða beta en nú virkar það á iPad þar sem það nýtir allan skjáinn og Apple penna. Það virkar á alla iPad sem eru til en auðvitað eru iPad Pro æskilegir sökum pennans og kraftsins í snjalltækinu.

Darkroom 4 verður í prófunum eitthvað áfram en það má búast við því í hendur almennings á næstu vikum.

Við erum með beta-aðgang og getum staðfest að það virkar frábærlega á iPad Pro - og er núna búið að ýta til hliðar bæði Lightroom og Affinity Photo.

Canon-hátíð í Hörpu með RAX, Rut, Villa og Joel

Canon-hátíð í Hörpu með RAX, Rut, Villa og Joel

Þess vegna skipti ég úr Nespresso í Sjöstrand!

Þess vegna skipti ég úr Nespresso í Sjöstrand!