Þess vegna skipti ég úr Nespresso í Sjöstrand!

Þess vegna skipti ég úr Nespresso í Sjöstrand!

Líf kaffi-fíkilsins er oft erfitt. Sem faðir vil ég stuðla að því að börnin erfi jörðina í sem bestu ásigkomulagi og guð veit að ég hef ekki beinlínis verið sá besti í endurvinnslu og jafnvel á stundum mátt kalla mig umhverfissóða - án þess að ég gæti þrætt fyrir það.

Ég hef í langan tíma notað Nespresso-kaffi enda hefur það kaffi verið efst á listanum hvað varðar bragð og þægindi. Einn bolli - eitt hylki, ekki verið að hella upp á heilan lítra af kaffi bara til að hella meirihlutanum niður. En Nespresso er ekki beint umhverfisvænn kostur með kaffihylkin úr áli - en bragðið er með því besta sem kaffi býður upp á.

Í dágóðan tíma hef ég horft hýru auga til sænsku Sjörstrand-kaffivélanna. Þær eru fallegar, glansandi krómaðar og heimilisprýði í hverju eldhúsi. En ég ákvað að taka stökkið nýverið eftir að læra að kaffihylkin eru lífræn og brotna því niður á stuttum tíma í náttúrunni. Það var því ekkert til fyrirstöðu en að skella sér á Sjöstrand-vél og athuga hvort lífræna kaffið kæmist nærri Nespresso hvað bragðgæði varða. Í stuttu máli þá stenst sænska Sjöstrand kaffið hinu svissneska Nespresso kaffi snúning og jafnvel gott betur en það. Kaffið frá Sjöstrand er ferskt og afar bragðgott - og ekki spillir að það er fáanlegt víða, t.d. í matvöruverslunum en Nespresso er einungis til í Nespresso-búðinni eða með heimsendingu. Ég get því nálgast kaffi þegar ég þarf á því að halda - sem er sannarlega kostur. Það eru til margar tegundir af Sjöstrand kaffi, reyndar ekki eins margar og Nespresso býður upp á en ég verð að játa að úrvalið hefur stundum einungis ruglað mig og ég hef yfirleitt endað á því að kaupa alltaf það sama - enda einföld sál.

Sjöstrand kaffivélin er falleg og mikið hefur verið lagt í að kaffi-upplifunin sé einstök. Vélin er með 19 bar vatnsdælu sem er það öflug að kaffið er með góðri froðu og það tekur um 30-50 sekúndur að renna á bolla sem er góður tími fyrir "framleiðslu” - það er betra að leyfa kaffinu að malla aðeins svo það verði ekki flatt. Vélin er fljót að hitna og því þarf ekki að bíða lengi eftir rjúkandi kaffibolla.

Það er margt sem mælir með Sjöstrand kaffivélinni, hún er falleg og kaffið er einstaklega gott á bragðið. En stærsti kosturinn er að kaffihylkin eru lífræn og í nútímanum eigum við að reyna að endurvinna sem mest - ef ekki fyrir okkur - þá komandi kynslóðir.

  • Nokkur góð ráð varðandi notkun á Sjöstrand-kaffivélum

  • Munið að losa kaffihylkið fljótlega eftir að kaffið er komið í bollann - þar sem það er lífrænt þá getur það þanist út og fests í vélinni (sem þarf þá að losa - skemmir ekki vélina)

  • Setjið nýtt vatn í vatnstankinn daglega - vatn verður flatt við að standa við stofuhita

  • Fyrir fyrsta bolla dagsins látið vélina “hella” uppá einn bolla án þess að hafa kaffihylki í vélinni. Þetta hreinsar hana.

  • Ekki nota sterk hreingerningarefni á vélina - notið fíberklúta

Og njótið bollans - það liggur ekkert á!

Darkroom 4 beta virkar á iPad - loksins!

Darkroom 4 beta virkar á iPad - loksins!

Spotify uppfærir með Apple Watch tengingu

Spotify uppfærir með Apple Watch tengingu