Jólagjafalistinn I Apple Airpods

Jólagjafalistinn I Apple Airpods

Það styttist í jólin og því ekki úr vegi og satt að segja bráðnauðsynlegt að byrja að hugsa um jólagjafakaupin. Við ætlum að hjálpa til með val á gjöfum fyrir tækjafíkla og byrjar því dagskrárliðurinn “Jólagjafalistinn” í dag!

Fyrsta gjöfin er líklega ekki mjög frumleg þar sem þessi græja hefur verið til frá árinu 2016. Þetta eru Apple Airpods sem hafa notið mikilla vinsælda síðan fólk fór að sætta sig við útlitið á þeim. Til að byrja með þóttu Airpods kjánaleg og einstaklega nördaleg en eftir að æ fleiri fóru að nota þau - eins og fræga fólkið - þá hafa vinsældirnar verið gríðarlegar.

Apple Airpods er auðvitað aðallega fyrir þau sem eiga Apple tæki en Airpods eru eins sjálfsagður aukahlutur með iPhone eða iPad eins og dekk eru undir bíl.

Apple Airpods kosta um 24.900 á Íslandi og fást víða.

Jólagjafalistinn I Kort í ræktina

Jólagjafalistinn I Kort í ræktina

Canon-hátíð í Hörpu með RAX, Rut, Villa og Joel

Canon-hátíð í Hörpu með RAX, Rut, Villa og Joel