Jólagjafalistinn I Kort í ræktina

Jólagjafalistinn I Kort í ræktina

Það styttist í jólin og því ekki úr vegi og satt að segja bráðnauðsynlegt að byrja að hugsa um jólagjafakaupin. Við ætlum að hjálpa til með val á gjöfum fyrir tækjafíkla og byrjar því dagskrárliðurinn “Jólagjafalistinn” í dag!

Það selst ótrúlega mikið magn af líkamsræktarkortum í janúar en þá er fólk með samviskubit eftir óhóflegt matarát um jólin og kaupir allt að heilsárs-samviskuleysi í formi korts í ræktina. Oftar en ekki er mætt nokkrum sinnum, myndum er dreift á samfélagsmiðla af sveittum líkama og svo dregur stundum úr áhuganum.

Við mælum því með að gefa líkamsræktarkort í jólagjöf svo fólk geti undirbúið sig andlega undir komandi átök í janúar. Einnig getur þetta haft hamlandi áhrif á ofát - en hey, hver vill ekki sleppa sér í kaloríunum um jólin.

Heilsuræktarstöðvar eru auðvitað margar en við mælum við með World Class til að byrja ræktarlífið.

Screenshot 2018-11-22 at 09.56.17.jpg
Er Apple Pay loksins á leiðinni til Íslands?

Er Apple Pay loksins á leiðinni til Íslands?

Jólagjafalistinn I Apple Airpods

Jólagjafalistinn I Apple Airpods