Er Apple Pay loksins á leiðinni til Íslands?

Er Apple Pay loksins á leiðinni til Íslands?

Á dögunum kynntu bankarnir á Íslandi app þar sem hægt er að borga með símanum. Það var þó sá hængur á að einungis er hægt að nota Android-síma enn sem komið er og það hryggði ansi marga sem reiða sig á iOS tæki eins og iPhone. En það gæti styst í mikla gleði hjá Apple-notendum.

Apple er sagt vera að skoða hvernig megi flýta fyrir að öll Evrópa fái aðgengi að Apple Pay en fyrirtækið hefur játað að það gangi alltof hægt að innleiða þessa greiðsluþjónustu fyrir notendur í Evrópu. Apple horfir þar til þess að einhverjir gætu jafnvel skipt yfir í Android-síma til að nýta sér þessa hentugu leið til að greiða fyrir vörur.

Vonandi eru þetta ekki orðin innantóm og Apple-fíklar fái Apple Pay í iPhone sem fyrst!

ECG væntanlegt í Watch OS 5.1.2 - samt einungis í Bandaríkjunum

ECG væntanlegt í Watch OS 5.1.2 - samt einungis í Bandaríkjunum

Jólagjafalistinn I Kort í ræktina

Jólagjafalistinn I Kort í ræktina