ECG væntanlegt í Watch OS 5.1.2 - samt einungis í Bandaríkjunum

ECG væntanlegt í Watch OS 5.1.2 - samt einungis í Bandaríkjunum

Það stefnir flest í að ECG ,electrocardiogram, hjartsláttarmælikerfið verði komið í Apple WatchOS 5.1.2 en starfsfólk Apple hefur fengið fræðslu um hvernig tæknin virkar og lært um kosti hennar til að selja meira af Apple Watch 4 úrum.

ECG er stuðull sem er samþykktur af Hjartaverndarsamtökum í Bandaríkjunum en með slíkum mælingum má fylgjast með mögulegum heilsufarskvillum sem tengjast hjartanu. Apple kynnti þessa tækni sem hluta af Apple Watch 4 en hún hefur samt enn ekki ratað til eigenda Apple Watch úra.

Apple Watch 5.1.2 er væntanlegt en þessi útgáfa af stýrikerfinu hefur verið í beta-prófunum að undanförnu. ECG hefur samt ekki verið hluti af þeim prófunum en vitað er að Apple er að prófa tæknina innanhúss hjá sér.

ECG tæknin verður einungis aðgengileg í Bandaríkjunum til að byrja með en væntanlega mun Apple sækja um leyfi víðar í framhaldinu til að opna á þessa tækni annarsstaðar en í Bandaríkjunum.

Jólagjafalistinn I Gjöfin handa krökkum sem elska að ljósmynda

Jólagjafalistinn I Gjöfin handa krökkum sem elska að ljósmynda

Er Apple Pay loksins á leiðinni til Íslands?

Er Apple Pay loksins á leiðinni til Íslands?