Jólagjafalistinn I Gjöfin handa krökkum sem elska að ljósmynda

Jólagjafalistinn I Gjöfin handa krökkum sem elska að ljósmynda

Það styttist í jólin og því ekki úr vegi og satt að segja bráðnauðsynlegt að byrja að hugsa um jólagjafakaupin. Við ætlum að hjálpa til með val á gjöfum fyrir tækjafíkla og byrjar því dagskrárliðurinn “Jólagjafalistinn” í dag!

Mörg börn og unglingar eru með snjallsíma og elska að taka myndir, vinna í símanum og birta. Auðvitað vitum við öll að algengasta og útbreiddustu myndavélar heims eru símarnir okkar en ef krakkinn hefur áhuga á myndatökum þá skaltu vera grand á því og splæsa í myndavél handa áhugaljósmyndaranum.

Myndavélar þurfa ekki að vera stórar eða dýrar. En með alvöru myndavél kemstu í snertingu við “alvöru” ljósmyndun og gæði myndanna er mun betri en úr flestum símum. Það er þá líka hægt að læra á stillingar eins og hraða, ljósop, ISO hraða og fleira sem nýtist svo við alla ljósmyndun. Myndavélar í dag eru farnar að líkjast ýmsu sem tengist snjalltækjum eins snertiskjáir, þráðlaus tenging við síma og margt fleira. Þetta er því ekki eins stórt stökk og sumir halda.

Myndavélar kosta eitthvað en það má finna góðar myndavélar á öllum verðum. Myndavélin er svo eign sem má nota með snjallsímanum en flestar vélar í dag eru með þráðlausri tengingu. Það má því senda myndina í símann og birta þaðan. Snilldin ein!

Fjölmargir bjóða upp á mikið úrval af myndavélum en Origo selur m.a. Canon og Sony vélar sem þykja góðar og eru til á allskonar verði. Frábær jólagjöf!

Vel mætt á skemmtilega ráðstefnu Canon í Hörpu

Vel mætt á skemmtilega ráðstefnu Canon í Hörpu

ECG væntanlegt í Watch OS 5.1.2 - samt einungis í Bandaríkjunum

ECG væntanlegt í Watch OS 5.1.2 - samt einungis í Bandaríkjunum