Gullfalleg Leica Q-P kemur í takmörkuðu upplagi

Gullfalleg Leica Q-P kemur í takmörkuðu upplagi

Margir ljósmyndarar voru að bíða eftir að Leica myndi uppfæra hina frábæru Leica Q vél og fara þá í Leica Q2 með einhverjum nýjungum. Myndavélaframleiðandinn hefur kynnt nýja útgáfu af Leicu Q en hún ber heitir Leica Q-P og býður upp á fáar nýjungar.

Um er að ræða útlitsbreytingu á vélinni og nýr afsmellitakki er kominn á vélina. Hún er með mattri áferð og rauða Leicu-merkið er farið af vélinni en Leicu-merki er þess í stað komið ofan á vélina. Þetta er í samræmi við aðrar vélar sem Leica er að uppfæra eða koma með nýjar.

Innvolsið er það sama og á Leicu Q - enda svo sem ekkert úrelt drasl á ferð.

En hún er ansi lagleg nýja Leica Q-P útgáfan!

Screenshot 2018-11-06 at 17.24.07.jpg
iPad Pro 2018 er líklega öflugri en fartölvan þín

iPad Pro 2018 er líklega öflugri en fartölvan þín

Apple sendir út Watch OS 5.1.1

Apple sendir út Watch OS 5.1.1