Apple Watch I ECG ekki væntanlegt til Evrópu

Apple Watch I ECG ekki væntanlegt til Evrópu

Apple Watch 4 eigendur voru líklega að vona að Apple myndi opna á ECG hjartamæli-appið í stýrikerfinu sem kom út nýverið. Það var ekki raunin og það er ljóst að það er ekki líklegt að ECG, eða electrocardiogram, verði aðgengilegt í Evrópu í bráð.

Apple er einungis búið að fá leyfi fyrir þessari tækni í Bandaríkjunum en hefur samt sagst vera að vinna í að fá tæknina samþykkti annarsstaðar í heiminum. Þessi tækni getur beinlínis bjargað mannslífum en hún fylgist með hjartanu í þeim sem gengur með úrið og ef eitthvað virðist í ólagi þá lætur úrið vita.

Ef notandinn er t.d. með úrið á sér en virðist ekki vera með meðvitund þá hringir úrið í viðbragðsaðila sem sendir staðsetningu og mögulegar ástlæður fyrir meðvitundarleysinu. Þá er sendur sjúkrabíll á staðinn en í slíkum aðstæðum skiptir hver sekúnda máli.

Sú saga gekk á netinu að nóg væri að breyta staðsetningu á Apple ID þannig að viðkomandi væri í Bandaríkjunum en það er alrangt, ECG forritið birtist ekki í úrinu þó átt sé við staðsetningu notandans.

Sumir hafa gengið svo langt að segja að úr sem eru seld utan Bandaríkjanna séu alls ekki með ECG tækninni í úrinu og það standi ekki til að setja ECG-nemann í úrin nema að leyfi liggi fyrir frá viðkomandi landi um notkun á tækninni - og það getur tekið sinn tíma.

Hljóðskilaboð komin í Instagram

Hljóðskilaboð komin í Instagram

Jólagjafalistinn I Ferðalag úr kulda og vosbúð

Jólagjafalistinn I Ferðalag úr kulda og vosbúð