Hljóðskilaboð komin í Instagram

Hljóðskilaboð komin í Instagram

Ef þú ert ekki búinn að uppfæra Instagram þá ættirðu að gera það sem snöggvast. Sérstaklega ef þú ert að nota skilaboðaskjóðuna til að senda skilaboð til annarra eins og hægt er á Facebook Messenger og fleiri stöðum.

Það er komin nýjung á Instagram en núna er hægt að senda hljóð-skilaboð. Það er kominn mynd af hljóðnema í reitinn þar sem þú skrifar skilaboð og með því að halda honum inni þá tekurðu upp allt það gáfulega sem þú vilt segja og sendir á viðkomandi.

Skilaboðin eru í spjallinu og getur verið allt að mínútu langt. Það er því greinilegt að hugsun Instagram og eigandans, Facebook, er að gera Instagram að meiru en bara mynda-deilingar appi - það á að vera samfélagsmiðill.

Samsung segir bless við heyrnartólatengið

Samsung segir bless við heyrnartólatengið

Apple Watch I ECG ekki væntanlegt til Evrópu

Apple Watch I ECG ekki væntanlegt til Evrópu