Jólagjafalistinn I Ferðalag úr kulda og vosbúð

Jólagjafalistinn I Ferðalag úr kulda og vosbúð

Það styttist í jólin og því ekki úr vegi og satt að segja bráðnauðsynlegt að byrja að hugsa um jólagjafakaupin. Við ætlum að hjálpa til með val á gjöfum fyrir tækjafíkla og byrjar því dagskrárliðurinn “Jólagjafalistinn” í dag!

Næsta gjöf er langt frá því að vera frumleg en allir myndi vilja hana. Hún er kannski aðeins yfir lágmarks “budgeti” en við erum að tala um ferð af skerinu til heitari landa. Jólaferð!

Það er varla stætt úti við, stormar herja á landið og snjókomur skella á en fara svo aftur áður en við náum að dusta rykið af sleðanum í geymslunni. Þegar við lifum í slíku veðravíti þá er ánægjulegt að fá gjafabréf í fallegt ferðalag til útlanda - til að upplifa hita, sól eða allavega aðeins stabílla veður.

Það er ekkert mál að kaupa gjafabréf hjá t.d. Icelandair, WOW eða öðrum flugfélögum og bjóða þeim sem þér þykir vænt um út fyrir landhelgislögsöguna.

Ahhhh, bara tilhugsunin við sól og sumar hlýjar hjartanu þegar stormurinn lemur á gluggann!

Apple Watch I ECG ekki væntanlegt til Evrópu

Apple Watch I ECG ekki væntanlegt til Evrópu

Vel mætt á skemmtilega ráðstefnu Canon í Hörpu

Vel mætt á skemmtilega ráðstefnu Canon í Hörpu