Samsung segir bless við heyrnartólatengið

Samsung segir bless við heyrnartólatengið

Samsung hefur gert óspart grín að Apple í gegnum tíðina þegar kemur að tækni og tíðaranda. Margar auglýsingar Samsung skjóta á Apple en m.a. var fast skotið þegar Apple ákvað að hætta að hafa heyrnartólatengi á snjalltækjunum símum.

Samsung kynnti nýverið Samsung Galaxy A8s en þar er einmitt búið að fjarlægja heyrnartólatengið af símanum. Samsung sagði ekki alls fyrir löngu að notendur þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að hefðbundið tengi myndi verða fjarlægt en Apple gerði það til að setja aukna áherslu á þráðlaus heyrnartól.

Síðan þá hefur Apple ekki haft undan að selja Apple Airpods heyrnartól sem einmitt eru þráðlaus og þrátt fyrir að margir hafi gert grín að þeim fyrst um sinn þá hafa þau notið almennrar hylli enda sýna sölutölur að Apple fór rétta leið með því að fjarlægja heyrnartólatengið.

Það er einnig hægt að hafa símann þynnri með því að fjarlæga tengið en sem stendur er það rafhlaðan og tengin á símanum sem hafa áhrif á þykktina. Samsung getur því framleitt síma núna sem eru þynnri en hingað til.

Það er nokkuð ljóst að hið hefðbundna heyrnartólatengi er væntanlega að hverfa af snjalltækjum enda er Bluetooth-tæknin sífellt að verða betri og rafhlöður minni en endingarbetri. Það er því lítið til fyrirstöðu að fjarlægja aukatengi af símunum en vilja notendur þynnri og léttari tæki.

Það styttist í að Galaxy S10 verði forsýndur en fyrstu myndir af honum sýna að heyrnartólstengið sé á sínum stað. Hins vegar er líka fréttir í gangi um að Samsung sé að íhuga að taka það af símanum enda eru myndirnar sem eru í gangi ekki endilega af lokaútgáfu S10 - spennandi.

Heyrnartól meðal vinsælustu gjafa nú um jólin

Heyrnartól meðal vinsælustu gjafa nú um jólin

Hljóðskilaboð komin í Instagram

Hljóðskilaboð komin í Instagram