Avengers Endgame nú þegar spáð sem tekjuhæstu mynd ársins 2019

Avengers Endgame nú þegar spáð sem tekjuhæstu mynd ársins 2019

Það styttist í að næsta Avengers mynd komi úr frá Marvel en árið 2019 kemur Avengers Endgame (Infinity War II) út og er þegar búið að spá henni sem tekjuhæstu mynd ársins 2019, slík er eftirvæntingin.

Avengers Infinity War sló ansi mörg met þegar hún kom út en endirinn á myndinni var lítið annað en til að gera aðdáendur Marvel enn spenntari fyrir næstu mynd sem á að sýna endalokin á endalausa stríðinu.

Ýmislegt hefur samt komið í öðrum Marvel myndum sem gefur mögulega einhverja mynd af því sem koma skal en t.a.m. þá er atriði í The Ant man and the Wasp sem sýnir Ant Man flögrandi um í heimi sem væntanlega tengist ekki raunheimum okkar og því myndi hann sleppa við eyðileggingu heimsins sem Thanos er að leggja í rúst.

En það kemur allt í ljós - SEM FYRST!

Instagram hættir með tímalínuna í nýjustu uppfærslunni - BAKFÆRT

Instagram hættir með tímalínuna í nýjustu uppfærslunni - BAKFÆRT

Heyrnartól meðal vinsælustu gjafa nú um jólin

Heyrnartól meðal vinsælustu gjafa nú um jólin