Instagram hættir með tímalínuna í nýjustu uppfærslunni - BAKFÆRT

Instagram hættir með tímalínuna í nýjustu uppfærslunni - BAKFÆRT

UPPFÆRT (eða öllur heldur bakfært): Instagram er búið að breyta aftur tilbaka og núna er gamla viðmótið komið aftur. Líklega ekki fallið í góðan jarðveg hjá notendum. Meira um málið síðar.

Instagram var að uppfæra forritið sitt og það er stór og ansi ruglandi breyting á appinu sem ansi margar milljónir notenda eru með á símunum sínum. Það er nefnilega ekki hægt að skoða lengur í tímalínu og “skrolla” upp og niður skjáinn.

Núna er einungis boðið upp á að smella á milli mynda eins og gert er með Instagram Stories. Þá kemur næsta mynd eða auglýsing á skjáinn en þú ert þá alltaf í viðkomandi færslu og getur ekki lengur skrollað upp og niður. Það virðist heldur ekki vera nein leið að velja hvorn kostinn maður vill nota - sem er skelfilegt fyrir íhaldsama notendur.

Þetta er líklega gert svo allir sjái, án þess að hafa val um það, allar auglýsingarnar sem eru á Instagram en núna hefur verið einfalt að skrolla yfir þær á hentugan hátt.

Instagram er væntanlega að reyna að straumlínulaga appið svo það verði eins og Instagram Stories en Stories er gríðarlaga vinsælt meðal notenda og auglýsenda. Nú verða allir að sjá allar auglýsingarnar sem Instagram er með og þá getur Instagram stóraukið áhorf á hverja auglýsingu enda engin leið að skrolla framhjá henni.

Skiljanlega eru ekki allir sáttir með þessu breytingu og eru margir byrjaðir að kvarta yfir uppfærslunni sem mun væntanlega taka einhvern tíma til að taka í sátt. Við fyrstu sýn er uppfærslan ruglandi og sumir munu vafalaust gera “like” á margar færslur þegar fólk er að smella á milli mynda á Instagram.

Instagram leyfir núna að pósta sömu færslu á marga staði

Instagram leyfir núna að pósta sömu færslu á marga staði

Avengers Endgame nú þegar spáð sem tekjuhæstu mynd ársins 2019

Avengers Endgame nú þegar spáð sem tekjuhæstu mynd ársins 2019