Ný persónuverndarlöggjöf mun umbreyta stafrænu markaðsstarfi

Ný persónuverndarlöggjöf mun umbreyta stafrænu markaðsstarfi

Í maí verður innleidd á Íslandi persónuverndarlöggjöf sem hefur tekið gildi í Evrópu. Í löggjöfinni er sett nýtt regluverk utan um margt sem snýr að stafrænni markaðssetningu, þá helst hvað notkun á póstlistum varðar en flest fyrirtæki þurfa að núllstilla alla póstlista en nú þarf að fá mun skýrari leyfi frá þeim sem eru skráður á póstlista - og þá skiptir ekki máli þó viðkomandi hafi áður veitt samþykki fyrir að senda sér markpóst.

Nú þarf t.a.m. að fá endurnýjað samþykki frá þeim sem eru á póstlistum og það það verða að vera áberandi skilgreining í hvaða tilgangi það á að nota netfang eða persónuupplýsingar viðkomandi. Það má ekki nota upplýsingar í neinum öðrum tilgangi en samþykki fékkst fyrir og því má t.d. ekki senda annan markpóst á viðkomandi nema þann sem hann samþykkti í upphafi. 

Þetta þýðir að allir póstlistar fyrirtækja eru tæknilega séð ólöglegir þar sem ekki liggur fyrir samþykki á notkun miðað við nýju lögin. Eftir að lögin taka gildi ber fyrirtækjum að afla nýs samþykkis eða fjarlægja viðkomandi alfarið úr gagnagrunnum sínum. Stór breyting á lögunum eru sektarákvæði en fyrirtæki geta verið sektuð um 4% af heildarveltu fyrirtækisins eða allt að 2.4 milljarða. Til að mæta þessum nýju stífu reglum þá hefur Persónuvernd fengið stóraukið fjárframlag til að mæta aukinni vinnu við að setja lögin í framkvæmd.

Það borgar sig að leita upplýsinga um þessi lög sem fyrst til að lenda ekki í vandræðum en enginn aðlögunartími er á lögunum.

Media Group ehf er eitt þeirra fyrirtækja sem sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og geta þjónustað fyrirtæki með póstlista í samræmi við nýju persónuverndarlöggjöfina. Það kostar ekkert að leita tilboða.

HomePod hefur sína galla - slæma!

HomePod hefur sína galla - slæma!

Apple auglýsir HomePod grimmt

Apple auglýsir HomePod grimmt