HomePod hefur sína galla - slæma!

HomePod hefur sína galla - slæma!

HomePod græjan frá Apple hefur almennt fengið góða dóma og sérstaklega fyrir hljómburð. Hins vegar hefur verið kvartað yfir hlutum eins og aðgangi annarra forrita en frá Apple til notkunar í græjunni en m.a. virkar Spotify ekki nema með krókaleiðum.

Apple hefur ekkert gefið upp um hvort það standi til að opna á aðgang frá forritum annarra aðila en Apple en margir notendur segja að fólk eigi að hinkra eftir að Apple uppfæri HomePod á þann hátt að hægt sé að nota allan hugbúnað í hátalaranum.

Það er samt ekki það versta. Komið hefur í ljós að ef HomePod er á ákveðnum stöðum, þá helst á borðplötum sem eru olíubornar, þá skilur hátalarinn eftir sig ljóta hringi sem ekki er hægt að þurrka af nema með nokkuð miklu veseni. 

Það besta er að Apple segir þetta eðlilegt að þessir hringir myndist en þetta sé vegna sílikon-hrings sem á að draga úr víbring þegar hátalarinn er í notkun. Það sé hægt að nota rakan klút til að reyna að ná hringnum í burtu en ef það gengur ekki þá þarf beinlínis að nota sandpappír og olíubera plötuna aftur - sem er algjörlega glórulaust. Þetta verður að teljast vandamál sem Apple gerði alls ekki ráð fyrir enda hafa margir beinlínis sagt að mubblurnar þeirra séu ónýtar eftir að hringir mynduðust á rándýrum húsgögnum. Svar Apple við þessu er að fólk ætti að nota hátalarann á öðrum stað. 

Þetta er ekki beint það sem Apple þurfti að fá frá neytendum sem þegar hafa kvartað yfir vandræðum við að tengja HomePod við iPhone eða iPad tæki. 

Er Apple Gate í uppsiglingu?

Screen Shot 2018-02-15 at 11.07.25.jpg
Twitter hættir með Mac OS stuðning

Twitter hættir með Mac OS stuðning

Ný persónuverndarlöggjöf mun umbreyta stafrænu markaðsstarfi

Ný persónuverndarlöggjöf mun umbreyta stafrænu markaðsstarfi