Twitter hættir með Mac OS stuðning

Twitter hættir með Mac OS stuðning

Twitter hefur ákveðið að hætta að uppfæra og sinna Twitter-forritinu fyrir Mac OS stýrikerfið. Forritið hefur reyndar aldrei verið neitt til að hrópa húrra fyrir og nú er svo komið Twitter sér ekki tilgang í að vera með sér forrit fyrir stýrikerfið.

Ástæðan segir Twitter vera sú að fyrirtækið vilji samræma upplifun notenda milli tækja og því sé best að notendur Twitter séu á vafra en ekki í forriti og það sé nærri því sem gengur og gerist á snjalltækjum.

Það eru mörg forrit sem hægt er að nota á Mac OS fyrir Twitter en eitt þeirra, Twitterriffic, lækkaði verðið úr 20$ í 7,99$ eftir að Twitter ákvað að taka sitt forrit úr sambandi.

Pétur "Senor Don Pedro" útfærði Over the Horizon fyrir Samsung!

Pétur "Senor Don Pedro" útfærði Over the Horizon fyrir Samsung!

HomePod hefur sína galla - slæma!

HomePod hefur sína galla - slæma!