Spotify sagt vera að hanna snjall-hátalara

Spotify sagt vera að hanna snjall-hátalara

Það eru ekki liðnir margir dagar síðan Apple hóf að selja HomePod hátalarann sem fólk ýmist elskar eða hatar. Einhver vandamál hafa auðvitað komið á yfirborðið eins og að hátalarinn skilur eftir sig hvítt far á olíubornum húsgögnum og svo hafa einhverjir átt í mesta basli við að tengja hátalarann og fá hann til að virka sem skyldi. Þess má geta að Macland á Laugavegi er komið með sýningareintak og geta þeir sem vilja skoðað gripinn þar (og fengið sér frítt kaffi).

Einhverjir hafa bent á annmarkana sem önnur forrit en þau sem Apple gefur út hafi ekki alla kostina sem forritin frá Apple hafa. T.d. er ekki hægt að stjórna Spotify með raddstýringu en Spotify er jú einn helsti samkeppnisaðili Apple í að streyma tónlist. 

Nú hafa borist heldur óljósar fregnir um að Spotify sé að vinna í hönnun á sínum eigin snjall-hátalara til að fara í samkeppni við Apple. Það verður að teljast líklegt að slíkur hátalari myndi seljast nokkuð vel enda myndi Spotify ekki hamla því að önnur forrit myndu virka sem skyldi. Það verður fróðlegt að sjá hvort af þessu verður en gert er ráð fyrir að Apple muni opna enn frekar á önnur forrit á næstunni með uppfærslum á hugbúnaði í HomePod.

Tækið - Minnkaðu burðinn með Canon M6

Tækið - Minnkaðu burðinn með Canon M6

Pétur "Senor Don Pedro" útfærði Over the Horizon fyrir Samsung!

Pétur "Senor Don Pedro" útfærði Over the Horizon fyrir Samsung!