Kylie Jenner tilkynnir ótímabært andlát

Kylie Jenner tilkynnir ótímabært andlát

Fyrirsætan Kylie Jenner, sem er í hinni rómuðu Kardashian fjölskyldu, gerði Snapchat heldur mikinn grikk í vikunni þegar hún nánast drap þetta, þar til nýlega, vinsæla snjallsímaapp. Kylie, sem er yfir 24 milljón fylgjendur á Twitter, tísti um að hún væri alls ekki sátt við nýju útgáfuna og spurði hvort hún væri sú eina sem væri að nota það ennþá. Ákveðinn skellur fyrir Snapchat!

Kylie, sem er með um 104 milljónir fylgjenda á Instagram, er einn af þeim "áhrifavöldum" sem hafa notað Snapchat til að koma sér og sínum vörum á framfæri en eftir að Snapchat breytti útliti forritsins þá minnkaði áhugi áhrifavalda talsvert. Sumir hafa fært sig alfarið á Instagram en eftir umdeilda uppfærslu Snapchat þá eru æ fleiri sem segjast ekki hafa áhuga á að nota það annars ágæta forrit lengur.

Nú er svo komið að Snapchat hefur látið undan þrýstingi og lofa að breyta forritinu. Yfir milljón notenda hafa þegar skrifað undir ákall um breytingu en lengi vel svaraði Snapchat því til að það tæki tíma að venjast nýju uppfærslunni en það myndi venjast - sem hefur ekki gerst,

Kylie hefur því mögulega nánast drepið Snapchat með þessari færslu en hún dró samt aðeins í land strax á eftir með því að segja Snapchat sína "fyrstu ást". 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Snapchat svarar þessari óánægju en notendur vilja flestir að sama virkni verði í næstu uppfærslu eins og forritið var áður en Snapchat ákvað að gera allt vitlaust. Kannski er Snapchat bara dautt - en samfélagslífið heldur áfram!

Screen Shot 2018-02-22 at 12.10.56.jpg
Screen Shot 2018-02-22 at 12.06.33.jpg
Má ferðast með dýran búnað milli landa?

Má ferðast með dýran búnað milli landa?

AirPods 2 væntanlegir á árinu

AirPods 2 væntanlegir á árinu