Má ferðast með dýran búnað milli landa?

Má ferðast með dýran búnað milli landa?

Sú spurning hefur poppað reglulega upp á samfélagsmiðlum hvort heimilt sé að ferðast með dýr tæki milli landa en eiga í hættu að tollurinn krefjist að sjá nótur við heimkomu til að sanna að virðisaukaskattur hafi verið greiddur af tækjunum á Íslandi.

Sem ljósmyndari þá hef ég ferðast mikið með dýr tæki og oft hugsað um þetta. Áður fyrr skráði ég öll tækin sem ég var með á blað með skráningarnúmeri, fór með listann og tækin í afgreiðslu tollsins og lét stimpla blaðið og þá fá staðfestingu á að ég sé að ferðast með þennan búnað (sem stundum skipti milljónum í verðmæti). Í seinni tíð hefur tollurinn ekki viljað stimpla þessa pappíra, enda svo sem engin staðfesting á greiðslu virðisauka að kvitta á blað með nöfnum tækjanna. Þetta er þó staðfesting að viðkomandi tæki voru ekki keypt erlendis í þeirri ferð og fóru með mér frá Íslandi.

Tollurinn hefur leyfi til að krefjast að sjá nótur og séu þær ekki til staðar þá má tollurinn rukka virðisaukaskatt eða leggja hald á tækin á meðan þú útvegar nótur fyrir tækjabúnaðinum. Þetta getur verið mikið vesen enda missirðu tækin úr þinni umsjá og almennt vilja ljósmyndarar ekki setja dýr tæki í hendur aðila sem veita enga ábyrgð á geymslu eða að vel sé farið með græjurnar.

Auðveldast er að vera með nótur meðferðis til að sýna við heimkomu, en það er vesen að finna það allt til. Einnig er hægt að leigja tækjabúnað víða úti og sleppa því við að ferðast með tækin og eiga í hættu að þurfa að sýna fram á í hvaða landi tækin voru keypt. 

Persónulega myndi ég taka saman listann með nafni tækja og skráningarnúmeri (serial number) og fara með það í afgreiðsluna í komusalnum áður en farið er út og fá stimpil, það hefur í það minnsta virkað vel hingað til (hef samt aldrei verið spurður um nótur).

Að lokum má líka benda á að það er ansi erfitt fyrir starfsmenn tollsins að vita um verð og aldur allra tækja, enda getur stór og mikil linsa verið mun ódýrari en lítil og nett linsa sem lætur lítið á sér bera. Þá hefur yfirleitt virkað með fartölvur að þær séu með íslensk lyklaborð en auðvitað fer því fjarri að allar tölvur sem eru seldar á Íslandi séu með íslensk lyklaborð.

Þegar upp er staðið þá verður að treysta á almenna skynsemi, bæði hjá okkur ferðalöngum og hjá starfsfólki tollsins. 

GÓÐA FERÐ!

Myndbandið - Michael Scott fer á kostum!

Myndbandið - Michael Scott fer á kostum!

Kylie Jenner tilkynnir ótímabært andlát

Kylie Jenner tilkynnir ótímabært andlát