Ljósmyndun - Mögnuð myndasería um ópíumvandann í Bandaríkjunum

Ljósmyndun - Mögnuð myndasería um ópíumvandann í Bandaríkjunum

Því miður hefur myndanotkun fjölmiðla minnkað alltof mikið en fyrir nokkrum árum birtu stærstu fjölmiðlar heims áhrifaríkar myndaseríur frá fréttaljósmyndurum sem vöktu athygli á ýmsum málum og fékk marga til að hugsa um aðsteðjandi vandamál.

Sem betur fer eru fjölmiðlar að auka slíkar myndbirtingar þar sem ljósmyndarinn vinnur að seríunni í marga daga, vikur, mánuði og jafnvel ár og viðkomandi fjölmiðill lætur svo myndirnar segja söguna. 

Time birti í gær myndir sem einn besti fréttaljósmyndari heims, James Nachtwey, tók en á myndunum má sjá hinn gríðarlega ópíumvanda sem Bandaríkin glímir við. Myndirnar eru teknar þar sem þessi vandi er áberandi og sýnir glöggt að heilbrigðiskerfið og réttarkerfið í Bandaríkjunum hefur fá svör við þessari neyslu og afleiðingum hennar.

James Nachtwey, sem er 69 ára gamall, er margverðlaunaður ljósmyndari en hann myndaði m.a. þegar 9/11 árásin skall á Bandaríkin en einnig hefur hann myndað mikið í kringum stríðsrekstur Bandaríkjanna.

Við hvetjum alla sem una áhrifamiklum og góðum ljósmyndum að skoða myndirnar en við vörum samt við að sumar myndirnar gætu vakið upp óhug.

Þetta er ALVÖRU fjölmiðlun!

Smelltu hérna til að skoða myndir um ópíumvandann í Bandaríkjunum.

Screen Shot 2018-02-23 at 16.23.52.jpg
Podcast - Viðtalsþættir við íslenska ljósmyndara

Podcast - Viðtalsþættir við íslenska ljósmyndara

Myndbandið - Michael Scott fer á kostum!

Myndbandið - Michael Scott fer á kostum!